Einar Sigurðsson íþróttamaður ársins 2017 hjá KKA

Einar náði mjög góðum árangri í motocrossinu á árinu 2017.  Hann keppti í MX2 flokki,  þ.e. 250 cc hjól, og jafnframt í opna flokknum, þ.e. MX open en í þeim flokki eru nær því einungis aflmeiri hjól en Einars.  Einar varð í öðru sæti í MX 2 flokknum en náði með góðri hjólatækni á aflminna hjóli, að landa öðru sæti í opna flokknum.  Einar var ennfremur varamaður í landsliðinu sem sent er út einu sinni á ári.  Mótið var haldið að þessu sinni í Bretlandi en þar koma saman 42 þjóðir,  þrír eru í hverju liði ásamt varamanni.

Einar er ekki nema 21 árs en hefur engu að síður unnið það afrek að hafa verið útnefndur fimm sinnum íþróttamaður ársins hjá KKA.

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548