Flýtilyklar
Einar Sigurðsson íþróttamaður KKA 2011
Einar Sigurðsson hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins hjá KKA. Einar fór einfaldlega á kostum á síðasta ári, var fullkomlega óstöðvandi og ósigrandi. Einar keppti í flokki 85cc hjóla í mototcrossi og vann allar fimm umferðir íslandsmótsins. Einar gerði ekki endasleppt með þessu því hann keppti ekki bara í motocrossinu heldur líka í enduro akstri í flokki 85cc. Skemmst er frá því að segja að þessi stórkostlegi akstursíþróttamaður sigraði þar allar 6 umferðir íslandsmótsins. Hann sigraði því með fullu húsi stiga bæði í motocrossi og enduro, sem er einstakt og sýnir hve gríðarlega fjölhæfur og hæfileikaríkur ökumaður Einar er.
Á Unglingalandsmótinu sem haldið var á Egilsstöðum í sumar vann Einar 85cc flokkinn og keppti einnig í 125cc unglingaflokki og varð þar í 3. sæti.
KKA er heiður að hafa Einar í röðum sínum og geta útnefnt hann íþróttamann ársins 2011.
Til hamingju Einar með titilinn.
Athugasemdir