ENDURO FYRIR FLESTA

ENDURO FYRIR FLESTA
Mynd frá brautarlagningu

Þann 12. júlí munum við hjá KKA halda stórglæsilegt bikarmót í enduro, flokkarnir verða

Aflokkur = 1x90 min

Bflokkur = 1x60mín

Tvímenningsflokkur 1x90 min

 

Brautin verður með svipuðu sniði og síðustu ár, en með einni og einni krefjandi hindrun þar á meðal brekkur blautur jarðvegur ( sem verður bleyttur því það rignir ekki norðan heiða) og ýmsum skemmtilegum þrautum.

Við ætlum að reyna höfða til sem flesta eins og nafnið ber til kynna og verða hjáleiðir framhjá mest krefjandi köflunum, en þar sem þetta er bikarmót væri alveg galið fyrir keppendur að láta ekki á það reyna. Stefnt er á að grilla og hafa gaman yfir daginn og þeir sem taka hvað mest á því er velkomið að stoppa í 2 min og slafra í sig einum burger og halda af stað!

Dagskrá dagsins er eftirfarandi :

Mæting kl 08:00

Skoðun hjóla / keppnisfundur kl 08:00-09:00

prufuhringur brautar kl 09:00

Start kl 11:00

Verðlaunaafhending áætluð kl 13:15 

 

Allskonar verðlaun verða þar á meðal : mætingarverðlaun, tilþrifaverðlaun, brosverðlaun og fleiri ef mótshaldarar sjá fram á það.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548