Flýtilyklar
Enduro 15. júní
Eins og birst hefur hér á vefnum og auglýst er hér efst fer 3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro fram á Akureyri sunnudaginn 15. júní. Undirbúningur gengur vel og allt útlit er fyrir góða þátttöku, gott veður og frábæra keppni. Skemmtilegar umræður hafa orðið á http://morgan.is/?id=979#comments, endilega skoðið það. Fyrirsögnin þar er reyndar drepfyndin: "Enduro Aureyri" og er þar gefið í skyn að KKA vilji gera mótið svo skemmtilegt að margir þátttakendur komi og þar með verði tekjurnar meiri. Það er svo sem rétt við viljum halda skemmtilegt mót þar sem allir verða ánægðir en þreyttir. Járnkarlarnir í hópnum þurfa þó ekki að hafa áhyggjur við höfum eitthvað fyrir alla. Járnkörlum og kúbeinum til gleði getum við líka upplýst að KKA er að skoða möguleika á því að halda mót síðar í sumar eða í haust þar sem reynt verður til hins ýtrasta á þolrif þeirra allra hörðustu og þá verður það eitt að komast í mark stórsigur.
Athugasemdir