Endúró síðustu umferðirnar í sumar

Um helgina síðustu voru 5. og 6. umferð íslandsmótsins í Endúró haldnar á Akureyri.   Vitanlega var um þessa helgi blíðskaparveður á Akureyri en það er aldrei öðruvísi veður á Akureyri eins og allir vita sem aldrei hafa komið til Akureyrar en bara rætt við Akureyringa í síma um veðrið.

Karlar og konur skemmtu sér stórfenglega í gleymanlegri braut, í það minnsta virtist sumum brautarstarfsmönnum minni sumra keppanda með afbrigðum brigðult eftir að hafa mokað sömu mennina upp úr sömu pyttunum í hverjum einasta hring.  

Úrslitin eru vitanlega á MSI síðunni en okkar menn stóðu sig vel eins og ævinlega.    Bjarki #670 hefur hreiðrað um sig í vænu safni íslandsmeistaratitla fyrir árið 2009 (3 stk) en hann bætti enn einum við um helgina.   Hann ásamt Ágústi #299 urðu íslandsmeistarar í tvímenningi.    Í öðru sæti í sama flokki urðu Jói "startsveif" Hansen og Siggi (N1) Bjarna.   Kristófer FinnsBónda vann svo E1 flokkinn á nöðrunni hans pabba síns.   Strákurinn loksins farinn að sjá að ljósavélar á hjólum eru ekki alveg að ganga upp í alvöru-endúrói.   (eða hann þarf kannski orðið sjálfur að kosta viðhaldið á fjórgengis-tuggunni,  hvorutveggja gæti átt við,  bílvélar + mótorhjól + alvöru enduro = reykur, vélarbrot og heilmikil bráðnun).    Í B flokki endaði svo Hafþór Grant í 2. sæti.  


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548