Enduro svæðið

Sælir félagar,

Nú er vorið komið og menn farnir að hjóla af krafti á svæðinu okkar hjá KKA. Eins og er er cross brautin lokuð vegna lagfæringa.

Þess vegna myndast mjög mikið álag á endurobrautinni.

Til þess að forðast árekstra við hestamenn viljum við ítreka fyrir mönnum að fara ekki niður á neðstu tunguna á neðra svæðinu vegna nálægðar við nærliggjandi reiðleið. Okkur er það mjög í mun að eiga gott samstarf við hestamenn þannig að við munum reyna að fremsta megni að stýra umferð okkar inn á efra svæðið og fara ekki niður á neðstu tunguna á neðra svæðinu. Við munum merkja hversu langt við teljum að fara megi niður eftir á næstu dögum og biðjum við menn að virða þær merkingar að fullu.

 kv Stjórn KKA


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548