Enduroland í Torfdal

Stjórn KKA hefur unnið að því um þó nokkurt skeið að fá úthlutað fyrir félagið landi undir endurostarf félagsins.    Eftir gerð deiliskipulags þá var landinu í neðra,  austan Bröttubrekku úthlutað til BA.    BA hefur verið liðlegt við að leyfa akstur okkar á svæði sínu en ekki hægt að byggja á því að fá að nota þeirra land til framtíðar.     Um er að ræða land sem er norðan KKA svæðis hinum norðan við veginn upp á skotsvæði (að hluta til þar sem keppnir fóru fram síðasta sumar).    Land KKA nær reyndar núna yfir þennan veg og niður og norður fyrir Torfdalslækinn.    Íþróttaráð mælti með umsókn KKA og Umhverfisnefnd samþykkti erindið fyrir sitt leyti og er málið nú í meðferð hjá Skipulagsnefnd.    KKA kynnti umsókn sína með fundaherferð með bæjarstjóra, og fleirum,  kynningin er hér.  Hér er uppdráttur af landi sem KKA sótti um.   Umsókn KKA er hér,   síðasta svar skipulagsnefndar er hér,  og svar KKA eru hér.

Eins og allir geta séð af þessum gögnum er mjög mikilvægt fyrir KKA að fá svæði undir endurostarfið,  það er einfaldlega forsendan,  ef ekkert land þá verður ekkert endurostarf.     Stjórn KKA er mjög vongóð um að umsóknin verði samþykkt og KKA fái landið fyrir næsta sumar.    KKA mun standa fyrir íslandsmótum í enduro eins og undanfarin ár og getur það ekki án lands.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548