Félagatalið

Sælir félagar,  félagatalið hefur ekki verið rétt í nokkrar vikur hér á síðunni.   Vegna uppfærslu á bókahaldskerfinu hafa myndast gríðarlegir samskiptaerfiðleikar á milli félagakerfis bókhaldsins og félagakerfisins á heimasíðunni,  og tala nú ekki um félagakerfið í Felix,  en þessi félagatöl verður að halda öll og keyra skrár á milli þanni að samskiptin verða að vera góð og hnökralaus.   

Þessir aðilar eiga hins vegar vont með að tala saman núna og er þar í gangi alls kyns misskilningur og rangfærslur.    Því hafa t.d. félaganúmer ekki komið rétt inn og meira að segja ekki einu sinni allir félagar í KKA sem eru skráðir í bókhaldskerfið hafa fengið að komast inn á félagatalið á vefnum.     Við höfum nú vonast til þess á hverjum degi um langt skeið að fræðingar á þessum sviðum myndu sætta þessa aðila en það hefur enn ekki tekist.    Því sá ég mig knúinn ti að láta ykkur vita af þessu til skýringa ef þið hafið ekki séð nafn ykkar í félagatalinu og hefði auðvitað átt að gera það fyrir löngu en slíkar heimilisdeilur og ósætti eru svolítið feimnismál og því hefur þögnin orðið lengri en hún hefði átt að vera en við vonuðum að þetta myndi nú lagast og við þyrftum aldrei að ljóstra upp þessum vandræðagangi.   kv Þorsteinn


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548