Flýtilyklar
Félagsheimilið
Húsnefnd kom saman í gærkvöldi í félagsheimilinu, þar var lagað til skúrað og vatni hleypt á húsið. Stéttin þrifin og o. fl. Þannig að nú geta félagsmenn farið að nýta aðstöðuna betur við biðjum félagsmenn að ganga vel um, t.d. sópa, skúra og henda rusli eftir sig. Ef allir kappkosta að skila húsinu af sér í ekki verra ástandi en þeir tóku við því þá ætti ástand félagsheimilisins að vera í góðu lagi í sumar. Förum ekki með húsið eins og það sé versti óvinur okkar, sópurinn er vinur okkar og hússins munum það. Göngum um eignir félagsins með virðingu en ekki á skítugum skónum án þess að að þrífa eftir okkur. Eignanna hefur verið aflað með erfiðsmunum, blóð sviti og tár hafa farið í þetta og munum það.
Það er bannað að hjóla yfir grasið framan við félagsheimilið. Það ætti að vera óþarfi að minnast á þetta en er það greinilega ekki því búið er að skemma það sem félagsmenn strituðu við að þökuleggja í fyrra. Þeir, sem hjóla á KKA svæðinu þar sem augljóslega má ekki hjóla, verður ekki leyft að hjóla annars staðar á KKA svæðinu.
kv Húsnefnd KKA
Athugasemdir