Finnur Aðalbjörnsson þakkir.

Finnur Aðalbjörnsson er mikilvægur fyrir KKA.    Í gegnum tíðina hefur hann verið ómetanlegur bæði sem félagi og það framlag sem hann hefur veitt bæði með sinni eigin vinnu og hugmyndum,  og með sínum tækjum og tólum sem eru mörg.    Þetta vitum við auðvitað sem erum í stjórn félagsins en við höfum ekki skeytt nægilega um að segja hinum almenna félagsmanni frá þessu.    Þó stjórnin sé öflug þá hefði henni ekki tekist að gera líkt því eins mikið ef ekki hefði notið við Finns og hans tækja í gegnum tíðina.     
Ég vil því taka smá tíma núna til að þakka honum hans verk í gegnum tíðina fyrir félagið sem eru veruleg.     Og vil nefna bara það nýjasta.   Núna í vor gróf hann 75 metra langan 1,2 metra djúpan skurð frá tjörninni við hlið ráslínu og alveg norður fyrir nyrstu beygjuna í brautinni.    Þar var sett niður drainlögn til að koma í veg fyrir bleytu og drullupolla sem myndast á þessu svæði undanfarin ár.    Einnig var gerð stífla og 2-3 metra djúpt lón gert í Torfdalslæknum til að taka vatn í haugsuguna til vökvunar á brautinni.    Ekki nóg með þetta heldur hefur Finnur ákveðið að keyra efni í landið norðan við félagsheimilið þar sem á að koma ný steypt stétt sem mun ná frá veginum sem er við gáminn og alveg vestur fyrir húsið og mun tengjast núverandi steyptri stétt við félagsheimilið.    Þegar þessu er lokið á að laga landið í brekkunni norðan við húsið og annað hvort þökuleggja eða sá í það svæði og einnig er reiknað með að setja tröppur í brekkuna til norðurs.   Svæðisnefndin og húsnefndin hafa samið við Finn um að útvega tæki í þessi verkefni.    Með þessu verður hægt að ganga hringinn í kringum húsið og áhorfendur geta setið og legið í brekkunni norðan við húsið og fylgst með starti o.fl.     Stjórn KKA vill með þessum pistli færa Finn þakkir fyrir hans framlag og kynna það fyrir félagsmönnum. 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548