Flýtilyklar
FRÁ MSÍ: Bolalda 17. maí n.k. ÍSLANDSMÓT ENDURO
Skráning í 1. & 2. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro, sem fer fram í Bolöldu 17. maí. n.k., mun hefjast kl. 14:00 þriðjudaginn 13. maí á www.msisport.is. Vegna síðbúinnar ákvörðunar stjórnar MSÍ að færa leigu og sölu á AMB tímatökusendum til Nítró ehf. þá hafa skapast tæknileg vandamál vegna skráningar á netinu og biðst stjórn MSÍ afsökunar á þessu. Skráning í þessa keppni mun því standa til kl. 23.59 á miðvikudaginn 14. maí. Þeir keppendur sem ekki eiga AMB tímatöku sendi (TranX260) og þurfa á leigusendi að halda er bent á að hafa samband við Nítró á þriðjudaginn 13. maí og skrá sig á leigu sendi.
Þessi 1. & 2. umferð Íslandsmótsins í Enduro er haldin í Bolöldu, akstursíþróttasvæði VÍK v/ Litlu Kaffistofuna. Brautin verður lögð um svæðið fyrir ofan motocrossbrautina og mun verða öllum B flokks ökumönnum fær. Sér kaflar verða lagðir með krefjandi þrautum fyrir A flokk og ættu allir keppendur hvort heldur sem þeir keppa í B eða A flokk að fá skemmtilega keppnisbraut.
með kveðju, Stjórn MSÍ.
Athugasemdir