Frábær árangur KKA manna

Árangur keppnismanna KKA var frábær í ár.    Bjarki Sigurðsson varð íslandsmeistari í unglingaflokki.    Þetta er reyndar annar íslandsmeistaratitill Bjarka á árinu því hann varð íslandsmeistari í snócrossinu líka.    Ásdís Elva Kjartansdóttir stóð sig líka gríðarlega vel því hún varð íslandsmeistari í 85cc flokki kvenna.     Hrafnkell Sigtryggsson sem við eigum núna orðið með húð og hári eftir að hann kom norður og starfrækir SportHótelið í Hlíðarfjallsrótum,  hann varð í 2. sæti í flokki eldgamalla B ökumanna í enduro.     Einar Sigurðsson sem er töluvert yngri en Keli og bróðir Bjarka varð í 5. sæti í sínum flokki.   Hjónin Unnar og Helga Hlín stóðu sig líka vel.     En skoðið bara sjálf ...  hér eru úrslitin,   ef ég er að gleyma einhverjum KKA manni þá sendið mér póst um það:

85 kvenna

1. Ásdís Elva Kjartansdóttir #523 íslandsmeistari

mx kvenna

11. Helga Hlín Hákonardóttir #820

85 flokkur

5.Einar Sigurðsson #671

18.Páll Hólm Sigurðsson #792

Unglingaflokkur

1. Bjarki Sigurðsson #670 Íslandsmeistari

8. Steingrímur Örn Kristjánsson #689

14. Hafþór Ágústsson #430

23.Arnór Þorri Þorsteinsson #723

mx-2

13. Kristófer Finnsson #690

B+40

2.Hrafnkell Sigtyggsson #50

B flokkur

11. Unnar Sveinn Helgason #880

17. Hrafnkell Sigtryggsson #50

32. Sigurður Bjarnasson #703

33. Sigurgeir Lúðvíksson #103


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548