Flýtilyklar
Frábær púkaferð í Skuggabjargaskóg í gær
29.07.2009
Það var glatt á hjalla í Enduro-púkaferð KKA sem farin var í Skuggabjargaskóg í gærkvöldi. Tekið var af við Draflastaði
en þar höfðum við fengið góðfúslegt leyfi til að aka um slóðana í skóginum. Veður var gott fyrir austan, logn og þurrt
á meðan ferðinni stóð. Eknir voru tveir hringir í skóginum og síðan voru grillaðar pylsur og gos eins og hver gat í sig látið
áður en haldið var heim. Myndir komnar í albúmið, til að skoða smelltu hér.
Athugasemdir