Flýtilyklar
Frágangur á og við púkabraut
18.05.2007
Á laugardag og sunnudag verður reynt að ganga frá svæðinu í kringum púkabraut og næsta nágrenni. Við erum búnir að lengja brautina þónokkuð og það vantar bara lokafrágang. Búið er að kaupa haug af girðingarstaurum og grasfræjum. Það er bara um að gera að mæta og hjálpa til og púkarnir hjóla á meðan. Gott væri að taka skóflur og hrífur með enn eithvað er þó til. Við hvetjum fólk endilega til að mæta því mæting hefur verið frekar slök upp á síðkastið og það er bara þannig að - ef engir mæta þá gerist ekki neitt.....
Svæðisnefd.
Athugasemdir