Flýtilyklar
Frétt birt í N4 og Exstra
16.05.2010
Það er alveg ljóst að við í KKA þurfum að hugsa um hverjir verða tilbúnir til að styðja við starf ´klúbbsins eftir kosningar þetta vorið. Hér er aðsend grein frá l-listanum sem hefur sett það á stefnuskrá sína KKA stuðning í okkar uppbyggingarstarfi til framtíðar. Vonandi sýna fleiri flokkar l-listanum gott fordæmi en við að sjálfsögðu tökum afstöðu í samræmi við vilja flokkanna.
Betri aðstaða, betri bærEinn af mörgum kostum Akureyrar er hið gríðalega fjölbreytta úrval íþrótta sem í boði er fyrir bæjarbúa. Allt frá Pollinum fagra upp í háar fjallshlíðar má finna iðjusama aðila leggja gríðarlega mikla vinnu í að koma sér og sinni íþrótt upp sómasamlegri aðstöðu með þrotlausri vinnu. Sem dæmi um það frábæra starf sem unnið hefur verið í bænum undanfarin ár má nefna KKA og Bílaklúbb Akureyrar sem bæði eru að koma sér upp aðstöðu á Glerárdal, Nökkva, brettaiðkendur, krullufólk, hestamenn, sundfólk, listskautaiðkendur, dansara og fleiri. Þessar greinar hafa oftar en ekki staðið í skugganum af rótgrónari íþróttagreinum og talsmenn þeirra tala oft fyrir daufum eyrum yfirvaldsins.Fólkið á bak við þessar íþróttir, sem sumar kallast jaðaríþróttir, á það sameiginlegt að hafa lagt á sig þrotlausa vinnu í sjálfboðastarfi til þess að geta stundað sína íþrótt og nú er svo komið að bæjaryfirvöld þurfa að sýna þessu fólki þakklæti í verki. Íþróttalífið á Akureyri dregur nú þegar tugþúsundir ferðamanna til bæjarins á ári hverju og þessar íþróttir myndu stækka þennan hóp ferðamanna sem vissulega auðgar mannlífið hér í bæ og styrkir hér alla innviði.Við þurfum að koma til móts við áðurnefnda hópa t.d. með því að bæta aðstöðu Nökkva við Pollinn, útvega KKA stærra landrými, hefja uppbyggingu hjá Bílaklúbbnum og bæta aðstöðuna fyrir listdans og krullu svo eitthvað sé nefnt.Geir Kr. Aðalsteinsson, oddviti L-listans.
Athugasemdir