Fréttatilkynning frá MSÍ um lyfjaeftirlit

Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ óskar að handahófi eftir sýnum til rannsóknar eftir íþróttamót og þar er MX og enduro ekki undantekning.      Að þessu sinni urðu þessir fyrir valinu:
Aron Ómarsson #66
Einar Sverrir Sigurðarson #4
Ragnar Ingi Stefánsson #0
Valdimar Þórðarson #270

E.S.  ekki örvænta það kemur kannski að þér næst:

Fréttatilkynning. Moto-Cross & Enduro nefnd MSÍ

Reykjavík. 1. september. 2008

 

Með inngöngu MSÍ og stofnun sérsambands innan ÍSÍ árið 2006

ásamt inngöngu í FIM sama ár lítur allt keppnishald MSÍ lögum og reglum

ÍSÍ og FIM við framkvæmd keppna og við æfingar.

Innan íþróttahreyfingarinnar hefur lengi verið barist gegn notkun ólöglegra

lyfja við íþróttaiðkun og er Ísland engin undantekning frá því.

Innan ÍSÍ starfar öflug lyfjanefnd og er allar upplýsingar að finna á www.olympic.is "lyfjavefur".

Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ sér um framkvæmd lyfjaeftirlits meðal íþróttafólks á Íslandi.

Lyfjaeftirlitsnefndin starfar samkvæmt reglum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA.

Einnig heyrum við undir reglur FIM, Anti-Doping Code en þær er að finna á www.fim.ch

 

Sunnudaginn 31. ágúst fór fram 5. og síðast umferðin í Íslandsmótinu í Moto-Cross á

akstursvæði VÍK við Bolaöldu. Um 110 keppendur voru skráðir til leiks og fór keppnin

vel fram við góðar aðstæður.

Um kl. 14:00 mættu fjórir starfsmenn lyfjanefndar ÍSÍ á keppnisstað til lyfjaeftirlits.

Er þetta í fyrsta skipti sem lyfjanefnd mætir á akstursíþróttamót á Íslandi og sýnir

það að sportið okkar er allvöru íþróttagrein sem tekið er eftir.

Valdir voru fjórir keppendur til sýnatöku að keppni lokinni.

Boðaðir keppendur voru eftirfarandi:

Aron Ómarsson #66

Einar Sverrir Sigurðarson #4

Ragnar Ingi Stefánsson #0

Valdimar Þórðarson #270

 

Það skal tekið fram að keppendur eru boðaðir af lyfjanefnd af handahófi og eftir ákvörðun

lyfjanefndar hverju sinni og geta allir keppendur átt von á því að vera teknir í lyfjaeftirlit

hvort heldur sem í keppni eða við æfingar á félagssvæðum aðildarfélaga MSÍ.

Niðurstöður lyfjaeftirlits liggja fyrir eftir 4-5 vikur hverju sinni.

Það skal sérstaklega tekið fram að þeir keppendur sem boðaðir eru í lyfjaeftirlit

þurfa á engan hátt að tengjast notkun ólöglegra lyfja við íþróttaiðkun sína,

eftirlitið og boðun er fyrst og fremst fyrirbyggjandi og sýnilegt til þess að reglum sé fylgt.

 

kveðja,

Moto-Cross & Enduro nefnd MSÍ

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548