Flýtilyklar
Fundur fyrir Snocross Akureyri
15.01.2010
Sælir kæru KKA félagar og gleðilegt nýtt ár, nú er farið að styttast í að fyrsta Snocross mót vetrarins verði haldið og við þurfum að hjálpast að við að láta það ganga sem allra best og KKA félagar eru beðnir um að mæta á fund í sambandi við mótið.
Fundurinn verður að sjálfsögðu haldinn í félagsheimili KKA- sunnudaginn 24 janúar kl 12:00, stuttur hádegisfundur með allt vaðandi í sunnudagsbakkelsi og fíneríi, sjóðheitt kaffi á könnuni og vatn fyrir gikki.
Allir sem vilja styrkja klúbbinn sinn eða menn sem vilja komast í þennan magnaða klúbb hvattir til að mæta.
F.h mótanefndar Stebbi gull
Athugasemdir