Flýtilyklar
Hestar og hjól geta farið vel saman
05.12.2010
Það er enginn heimsendir fyrir hestamann að mæta motorhjóli. Mikilvægt er að hafa ákveðnar reglur í huga. Hjólamenn eiga að víkja út á kant þegar þeir mæta hestamönnum, stöðva, drepa á og taka af sér hjálminn og ræsa ekki fyrr en hesturinn hefur fjarlægst aftur. Hestamaðurinn bregst við með ró, hann veit að hesturinn skynjar hans líðan. Hann klappar hestinum róandi á makkann og ræðir við hann í rólegum tón. Hesturinn skynjar fum eða hræðslu, allur æsingur verður til að hann æsist líka. Knapinn talar rólega við hestinn og ennfremur við þann sem hann mætir.
Athugasemdir