Flýtilyklar
Hey hey hey svona gerir maður ekki, stór hjól í barnabraut!!!???
Þó ótrúlegt megi virðast þá hefur einhverjum dottið í huga að spæna upp barnabrautina á stóru mótorhjóli. Auk þess hefur verið ekið um hana á bíl sem var ekki til að bæta ástandið. Hvað getur maður sagt, ....... heilmikið, en ég ætla að sleppa því. En viðkomandi taki vinsamlegast til sín allt sem ég lét ósagt, og gerið þetta aldrei aftur. Það er búið að eyðileggja brautina fyrir börnunum, .... það var búið að leggja heilmikla vinnu í að byggja hana upp og núna er búið að keyra hana alla í drasl. Ef viðkomandi hefur sómatilfinningu og hefur gert þetta í hugsunarleysi þá mun hann áreiðanlega drífa sig upp eftir og laga brautina. Leyfum börnunum að leika sér í friði og eiga sína braut fyrir sig. Fullorðnir hafa tvær stórar brautir á svæðinu og eiga að halda sér þar en ekki á barnasvæðinu.
Athugasemdir