Flýtilyklar
HH Túrinn.
Um síðustu helgi var hinn árlegi HH Túr farinn frá Akureyri og um hálendið. Túrinn er í boði HH Verktaka og er ævinlega vel heppnaður, enda hans ævinlega beðið með óþreyju. Í upphafi ferðar tóku leiðangursmenn eftir, að þeir voru myndaðir úr fjarlægð af fréttamönnum Stöðvar 2. Aðspurðir sögðu mennirnir frá Stöð2 að í þá hefði verið hringt, af manni sem þeir vildu ekki segja til. Sá nafnlausi hefði sagt þeim að lögreglan myndi meina HH hópnum umferð um landið, árekstrar yrðu og vafalaust eitthvað fréttnæmt. Leiðangursmenn sögðu fréttamönnum hins vegar að að ekki væri vitað til nokkurra vandamála. Við það hurfu fjölmiðlamenn af staðnum.
Leiðangursmenn héldu för sinni áfram, en höfðu ekki farið langt er þeir sáu að lögreglubifreið hafði verið lagt á afleggjaranum frá Eyjafjarðarbraut upp í fjall. Þetta er vegbútur, sem Hestamannafélagið Léttir segist eiga (lagður með styrk frá vegagerðinni, þ.e. kostaður af almannafé) en leiðangursmenn ætluðu sér aldrei að aka þennan veg. Þeir höfðu fengið góðfúslegt leyfi landeiganda á Kaupangi til að fara veginn yfir þeirra land upp á þjóðleiðina yfir Bíldsárskarð. Allir voru því sáttir bæði lögreglan og leiðangursmenn með þessa lausn. Þennan sama dag tveimur tímum fyrr hafði annar vinnustaðahópur farið um, í það skiptið voru það ríflega 20 fjórhjól, sem fóru um þann veg sem lögreglan varði nú fyrir nokkrum mönnum á tvíhjóla mótorhjólum.
Athugasemdir