Flýtilyklar
HH túrinn 2007
Hinn óviðjafnanlegi HH túr (HinnHarðiTúr) sem málningarverktakinn HH verktakar hefur staðið fyrir s.l. 9 ár verður farinn nú um helgina, eins og alltaf síðustu helgina í ágúst. Þó svo að ferð þessi sé alls óviðkomandi starfsemi félagsins eru "gestir" samt sem áður allir félagar í KKA. Ferð þessi hefur með tímanum unnið sér sess sem óviðjafnanleg enduroupplifun, en þannig er háttað til að þátttakendum er boðið til ferðarinnar og ófrávíkjanleg regla er að ávallt skal náttað á Sel-hótel við Mývatn. Túrinn í ár telur 20 jaxla og hann verður að öllum líkindum sá al harðasti frá upphafi eða um 1100 km á þremur dögum við afar misjafnar aðstæður. Haft var eftir fjölmiðlafulltrúa HH túrsins að án Halogen peru sé tvísýnt um að maður ljúki túrnum, en það mun þykja eftirsótt að fá viðurkenningu fyrir slíkt.
Endilega fylgist með myndasíðunni eftir helgi...
Athugasemdir