Flýtilyklar
Hin árlega KKA Helgi !
Við í KKA erum á fullu núna að undirbúa og græja og gera fyrir komandi helgi, það verður mögnuð dagskrá alla helgina og mikið fyrir augað þannig við hvetjum áhorfendur að gera sér ferð uppá svæðið okkar til að fylgjast með, Keppnin á laugardeginum hefst 10:45 og 11 á sunnudeginum.
ATH með þessari frétt erum við einnig að biðla til meðlima KKA um að koma og aðstoða við keppnishald, þá sérstaklega á laugardeginnum en þá vantar um það bil 15 starfsmenn til að flagga, því fleiri því betri því þá er hægt að rótera allann daginn á milli palla.
KEPPENDUR ATHUGIÐ: núna er mikilvægt fyrir ykkur að gefa ykkur 20 mínútur og aðeins að undirbúa ykkur fyrir komandi keppni, farið yfir reglurnar, kynnið ykkur dagskrá dagsins, með þessu má auðvelda allt fyrir öllum ! Mæta í skoðun á réttum tíma og vera með ALLT Á HREINU !
Skráning í báðar keppnir fer fram á mot.msiport.is
Hér að neðan er dagskrá dagsins á laugardeginum.
http://www.msisport.is/wp-content/uploads/2020/02/MX-Dagurinn-og-flokkar-2020-MX-2020.pdf
Dagskrá Sunnudagsins er hér að neðan:
Mæting keppenda KL 08:00
Skoðun Hjóla er á milli 08:00 - 09:00
Skoðunarhringur hefst kl 09:00
Startað er kl 11:00 A flokkur fyrst svo mínútu seinn B Flokkur svo mínútu seinna Tvímenningur
Síðast en ekki síst að þá lokar keppnisbraut KKA kl 22:00 á miðvikudagskvöldið 8.júlí !
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur geggjaða helgi
Athugasemdir