Flýtilyklar
SKRÁÐU ÞIG NÚNA. Hjólaæfing 9. sept 2007 KKA félagsmenn
09.09.2007
DRÍFÐU ÞIG OG SKRÁÐU ÞIG NÚNA, EKKERT KJAFTÆÐI, ALDREI AÐ VITA NEMA ÞÚ FÁIR NAMMI OG PYLSU, JÁ DRÍFA SIG SKRÁ SIG NÚNA: TH@ALHF.IS ÞAÐ ER EKKI SKYLDA AÐ SKRÁ SIG Á SÍÐUSTU SEKÚNDUNNI.
Þeir sem eiga AMB transponders og geta komið með hann á svæðið látið vita í th@ALhf.is
Fyrirhugað er að halda æfingu fyrir félagsmenn í braut KKA þann 9. september. Mætin er kl. 12:00 að hádegi og er reiknað með að byrja kl. 13:00.
Ekkert kostar að vera með, en gott væri að menn mættu á laugardag í brautina og gerðu hana klára fyrir sunnudaginn.
Skipt verður í 3 flokka:
- Mx 1
- Byrjendur og 85 cc
- Konur
Keyrt verður í 2 x 10 mín + 2 hringir
Grillaðar pylsur veða svo í lok dags.
Nú er um að gera að prufa og vera með. Þeir sem ekki ætla að hjóla geta þá verið flaggarar, tímaverðir, startað af stað eða eitthvað annað skemmtilegt.
En allir verða að hjálpa til svo vel takist, þannig að þegar þú ert ekki að hjóla þá þarft þú kannski að flagga eða gera annað gagn í brautinni.
Skráning fer fram á netfangi th@alhf.is merkt í subject Akureyrarmót.
Fullt nafn, kt og í hvaða flokk þú ætlar
Númer á hjóli (félagsnúmer) gerð hjóls
SKRÁNINGU LÍKUR Á MIÐNÆTTI FÖSTUDAGS.
Ef veður verður óhagstætt þá gætum við breytt dagsetningu, fylgist bara með á kka.is
Athugasemdir