Hrossadalur - ljót för

Hrossadalur - ljót för
Ljót för í Hrossadal

Félagar,

Þessi texti og mynd er inn á vef Umhverfisstofnunar: http://www.ust.is/Adofinni/Frettir/nr/5489

Umhverfisstofnun bárust í hádeginu myndir af utanvegaakstri í Hestadal sem liggur út frá Víkuskarði við Eyjafjörð. Líklegast er hér um að ræða torfæruhjól sem hefur spænt upp stórt svæði.     Umhverfisstofnun hvetur almenning að senda stofnuninni myndir af utanvegaakstri ef það hefur slíkar myndir í fórum sínum.


 

Stjórn KKA sendi Umhverfisstofnun þennan póst:

Undirritaður er formaður KKA Akstursíþróttafélags á Akureyri.      www.kka.is

Var að skoða myndir að norðan:  http://www.ust.is/Adofinni/Frettir/nr/5489   þetta er ljótt að sjá.

Væruð þið til í að senda mér fleiri myndir  af staðnum til að ég átti mig betur á því hvaðan úr dalnum þetta er.         Þetta er væntanlega úr Hrossadal  (ekki Hestadal)  en hann liggur inn frá Víkurskarði (þ.e. ekki út frá því)  það er miklu grynnri dalur sem liggur út frá Víkurskarði ofan á fjallinu,   er í raun framhald af Hrossadal frá ísaldartímum er jöklar fylltu skarðið og langleiðina upp fjallið.       Ekki er líklegt að myndirnar séu teknar í því dalverpi.

Við vitum ekki hverjir voru þarna að verki en félagsmenn vilja fara á staðinn og skoða málin og laga þessi ljótu för.

Að Hrossadal að sunnan liggur vegur og um dalinn liggur vegur eða slóði,  því er fullkomlega ástæðulaust að gera svona för í landið þó menn kjósi að fara  um dalinn á vélknúnun ökutækjum.   

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar KKA
Þorsteinn Hjaltason

 _____________________________________ 

Um utanvegaakstur er fjallað í reglugerð nr. 528/2005.     Það veit enginn eftir hvern þessi för eru og hvort það eru KKA menn eða aðrir,  við viljum samt laga þetta.    Stjórnin óskar eftir að þeir sem hafa áhuga á því að koma með í viðgerðarför í Hrossadalinn sendi e mail á th@alhf.is   


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548