Flýtilyklar
Hrossadalurinn
15.08.2008
Sjá mynd og grein hér að neðan. Það er vegur í gegnum Hrossadalinn og stígur.
Þegar dalurinn er farinn á að halda sig á slóðanum. Förin eru fyrir neðan stíginn, einfalt hefði verið að
halda sig við stíginn. Það er verulega bagalegt að farið sé út af slóðanum með þessum
afleiðingum.
Jarðvegurinn er viðkvæmur þarna, það eru ljót för eftir hjól, hesta og e.t.v.
fjórhjól. Það eru för eftir fjórhjól við upphaf ferðar við keðjuna, það er fullkomlega
fáránlegt að menn séu að aka þarna utan vega og búa til för í jarðveginum. Hætta því strax,
reyndar hefur bara u.þ.b. einu hjóli verið ekið þarna utan vega (sem sé við keðjuna í upphafi ferðar) en það er of
mikið. Á melnum í Hrossadalnum eiga menn að halda sig við stíginn ekki fara um melinn annars staðar. Það
er svo verulega illa séð að farin sé brekkan til baka fyrir framan mýrina það er ekki gott. KKA mun laga þetta og
sá í förin.
Athugasemdir