Flýtilyklar
Ískross við Hvamm
Nú er ís á flæðunum við Eyjafjarðará, sem Helga og Hörður í Hvammi voru svo vinsamleg að leyfa okkur afnot af. Búið er að útbúa braut og var svæðið vel sótt um helgina.
Félagar ath þetta:
1. UMGENGNI: Bannað er að aka annars staðar en á veginum, alls ekki aka hvaða leið sem er upp á þjóðveg. Þetta er þakið snjó og ís en engu að síður akið eftir veginum, hjólin gætu farið niður úr. Gætið vel að þessu. Umgengni verður að vera óaðfinnanleg.
2. HÆTTA Á SLYSUM Á ÞJÓÐVEGINUM: Menn eiga að aka eftir veginum upp flæðarnar og þar upp á veg. Þetta er nauðsynlegt vegna slysahættu. Menn eiga ekki að koma inn á þjóðveginn hvar sem er. Það er nauðsynlegt að fara eftir veginum og gá vel að sér þegar menn aka inn og yfir þjóðveginn. Sést hefur til manna sem aka upp kantinn og svo yfir veginn án þess að hafa tök á því að líta til hægri eða vinstri og það þarf ekki að fjölyrða um hættuna sem þessu fylgir.
Það eru ekki allir sem lesa heimasíðuna þannig að við skulum hjálpast að við þetta og benda mönnum óspart á þessi atriði ef við sjáum að menn fara ekki eftir þessu.
Athugasemdir