Íslandsmót Akureyri versló úrslit

Motocrossúrslit  3. umferð í motocross var haldin á Akureyri af KKA um verslunarmannhelgina.  Þar voru mættir 115 keppendur og fjölmargir áhorfendur voru að fylgjast með æsispennandi keppni í öllum flokkum.  Brautin var mjög skemmtileg og tilþrif keppenda voru glæsileg .   Norðlendingum gekk vel.     KKA maðurinn Ed Bradley sigraði í MX 1 meistaraflokki karla og Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn.    Í MX unlingaflokki varð Bjarki Sigurðsson  í öðru sæti,  Ásdís Elva Kjartansdóttir  varð í  2.  sæti í 85cc kvennaflokki sem er frábær árangur  á  hennar fyrsta  keppnistímabili .   Síðla sunnudags var haldin torfærukeppni á motocrosshjólum og voru keppendur yfir 20 talsins.    Það voru tilkomumikil tilþrif í sandbrekkunum og  sigraði heimamaðurinn Baldvin Þór Gunnarsson með fullt hús stiga.   Úrslit dagsins voru eftirfarandi. 

 

MX unglingaflokkur

  1. Snorri Þór Árnason
  2. Bjarki Sigurðsson 
  3. Ásgeir Elíasson    
     
85 Flokkur
  1. Guðmundur Kort
  2. Friðgeir Óli Guðnason 
  3. Eyþór Reynisson 
      
85 kvennaflokkur
  1. Bryndís Einarsdóttir 
  2. Ásdís Elva Kjartansdóttir 
  3. Una Svava Árnadóttir

Opinn kvennaflokkur
  1. Signý Stefánsdóttir
  2. Karen Arnardóttir 
  3. Anita Hauksdóttir 
MX 1
  1. Ed Bradley
  2. Aron Ómarsson 
  3. Valdimar Þórðarsson  
  
MX2
  1. Brynjar Þór Gunnarsson
  2. Hjálmar Jónsson  
  3. Gunnlaugur Karlsson   
   
Mótanefnd KKA

 

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548