Flýtilyklar
Íslandsmót Akureyri versló úrslit
Motocrossúrslit 3. umferð í motocross var haldin á Akureyri af KKA um verslunarmannhelgina. Þar voru mættir 115 keppendur og fjölmargir áhorfendur voru að fylgjast með æsispennandi keppni í öllum flokkum. Brautin var mjög skemmtileg og tilþrif keppenda voru glæsileg . Norðlendingum gekk vel. KKA maðurinn Ed Bradley sigraði í MX 1 meistaraflokki karla og Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn. Í MX unlingaflokki varð Bjarki Sigurðsson í öðru sæti, Ásdís Elva Kjartansdóttir varð í 2. sæti í 85cc kvennaflokki sem er frábær árangur á hennar fyrsta keppnistímabili . Síðla sunnudags var haldin torfærukeppni á motocrosshjólum og voru keppendur yfir 20 talsins. Það voru tilkomumikil tilþrif í sandbrekkunum og sigraði heimamaðurinn Baldvin Þór Gunnarsson með fullt hús stiga. Úrslit dagsins voru eftirfarandi.
MX unglingaflokkur
- Snorri Þór Árnason
- Bjarki Sigurðsson
- Ásgeir Elíasson
85 Flokkur
- Guðmundur Kort
- Friðgeir Óli Guðnason
- Eyþór Reynisson
85 kvennaflokkur
- Bryndís Einarsdóttir
- Ásdís Elva Kjartansdóttir
- Una Svava Árnadóttir
Opinn kvennaflokkur
- Signý Stefánsdóttir
- Karen Arnardóttir
- Anita Hauksdóttir
- Ed Bradley
- Aron Ómarsson
- Valdimar Þórðarsson
MX2
- Brynjar Þór Gunnarsson
- Hjálmar Jónsson
- Gunnlaugur Karlsson
Mótanefnd KKA
Athugasemdir