Íþróttasvæði KKA / Skipulagsnefnd

Málið var tekið fyrir í skipulagsnefnd 15. maí 2013.


Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, breyting á afmörkun lóða

2013010054

Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breyttri afmörkun lóða fyrir akstursíþróttir, skotsvæði á Glerárdal ásamt afmörkun lóðar Norðurorku. 
Tillagan er dagsett 15. maí 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Innkomið bréf dagsett 21. febrúar 2013 frá BA um stækkun á svæði félagsins til vesturs að Hlíðarfjallsvegi vegna lengingar kvartmílubrautar.
Innkomið bréf dagsett 22. febrúar 2013 frá KKA vegna stækkunar á svæði félagsins til vesturs að gamla vatnsveituvegi vegna stækkunar endurobrautar.
Óskað var eftir umsögn umhverfisnefndar vegna beiðni KKA og BA um lóðarstækkun og barst hún þann 18. apríl 2013.
Tveir fulltrúar L-listans geta fallist á hóflega stækkun sem unnin væri í samráði við nefndina.
Fulltrúar D-, B-, og S-lista bóka að viðmið stækkunarinnar skuli vera við núverandi fjallskilagirðingu.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að afmörkun lóðar Norðurorku og svæða BA, KKA og Skotfélags.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins í samræmi við ofangreint.
Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann fagni þeirri sátt sem virðist hafa náðst um nýtingu á þessum hluta Hlíðarfjalls. Hinsvegar vill hann ítreka stefnu VG frá því fyrir kosningar 2010 að útivistarsvæði Hlíðarfjalls þurfi að skipuleggja í heild sinni með opnu samráðsferli við alla mögulega hagsmunaaðila sem svæðið kynnu að nýta í útivistartilgangi. Enginn framtíðarsýn er til fyrir þróun útivistar í Hlíðarfjalli og um þessar mundir keppist hver og einn við að sölsa undir sig svæði til sinnar starfsemi. Edward tekur heilshugar undir umsögn umhverfisnefndar en leggur til að það samráð sem fulltrúar L-lista leggja þar til verði víðtækara en bara við umhverfisnefnd. Edward leggur til að hafið verði samráðsferli um heildarsýn á uppbyggingu vegna útivistar í Hlíðarfjalli í samhengi við vinnu að fólkvangi í Glerárdal.
Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn 8:08.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548