Íþróttamaður ársins 2015 hjá KKA

Íþróttamaður ársins 2015 hjá KKA
Bjarki Sigurðsson á fullri ferð

Íþróttamaður ársins 2015 hjá KKA er Bjarki Sigurðsson. Bjarki er 23 ára en hefur lengi verið einn allra besti keppnismaður KKA. Hann var fyrst kosinn íþróttamaður ársins hjá KKA 2008 þá aðeins 16 ára gamall. Hann hefur unnið til fjölda meistaratitla. Í ár var hann Íslandsmeistari í enduroakstri en helsti keppnisárangur er að öðru leyti þessi:

Keppnisárangur 2015:
A Mótorhjól:
Íslandsmeistari í tvímenningi í mótaröð MSÍ í enduro/þolakstri.
Annar til íslandsmeistara á meistaramótaröð MSÍ í mótocrossi.

B Snjósleðar:
Meistari í prjónkeppni á Vetrarleikunum á Akureyri (Wintergames Akureyri)
Meistari í frjálsri aðferð á Vetrarleikunum á Akureyri, (freestyle Wintergames Akureyri).

Bjarki sinnir ekki bara keppni, æfingum og þjálfun hjá íþróttafélagi sínu heldur sinnir rekstri þess og er í ýmiskonar trúnaðarstörfum fyrir félagið sitt. Hann situr í aðalstjórn KKA og auk þess í ýmsum nefndum félagsins. Hann var kosinn til setu í aðalstjórn landssambandsins, þ.e. Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (skammstafað MSÍ) auk þess sem hann situr í Mótanefnd MSÍ.

Félagsstörf:
Er í aðalstjórn KKA.
Er í stjórn Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (skammstafað MSÍ)
Er í Mótanefnd MSÍ.

F.h. KKA
Þorsteinn Hjaltason, formaður.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548