Flýtilyklar
Íþróttamaður KKA árið 2016 er Einar Sigurðsson
17.01.2017
Einar er vitanlega meistari það vitum við öll og tilnefning stjórnarinnar kemur ekki á óvart. Einar varð annar í MX2 í motocrossi, eftir harða keppni og skyldu ekki nema 3 stig að hann og íslandsmeistarann. Einar varð svo Íslandsmeistari í tvímenningi með Bjarka bróður sínum. Þeir bræður voru þar í nokkrum sérflokki og er óhætt að segja að þeir hafi landað þessum meistaratitli nokkuð örugglega. Það má geta þess að þetta er í fimmta skiptið sem Einar er tilefndur íþróttamaður ársins hjá KKA sem er ótrúlegt afrek. Til hamingju Einar.
Athugasemdir