Íþróttamaður ársins 2007 hjá KKA er Baldvin Þór Gunnarsson

Íþróttamaður ársins 2007 hjá KKA er Baldvin Þór Gunnarsson
Baldvin Þór í 7. himni

 

Stjórn KKA hefur útnefnt Baldvin Þór Gunnarsson íþróttamann ársins í annað sinn hjá félaginu.     Baldvin er sérlega vel að titilinum kominn.    Bæði hefur hann sýnt framúrskarandi árangur á Íslandsmóti og ennfremur hefur hann verið til fyrirmyndar í öllu starfi innan félagsins.      Við kjör íþróttmanns ársins koma til skoðunar margir þættir.    Árangur í keppnum,  starf innan félagsins og framkoma utan sem innan vallar.    Baldvin hefur verið framúrskarandi á öllum þessum sviðum.    Hann varð Íslandsmeistari unglinga í snocrossinu,  hann varð íslandsmeistari í enduroakstri í E1 (250cc fjórgengis) og hann varð í 5 sæti í heild í enduro í meistaradeild.    Auk þess keppti Baldvin í unglingaflokknum í motocrossi og komst þar á verðlaunapall á einu móti.    Baldvin sá um þjálfun fyrir félagið í sumar auk þess að starfa fyrir það á ýmsan annan hátt.    Hann fór á vegum félagsins í þjálfaraskóla ÍSÍ.     Stjórnin þakkar Baldvin samstarfið og óskar honum til hamingju með titilinn.

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548