Flýtilyklar
Íþróttasvæði KKA / Enduro
Málið er nú komið í skipulagsferli þ.e. skipulagsnefnd hefur falið skipulagsstjóra að gera breytingar á aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Ekki var fallist á tillögur KKA að öllu leyti en skipulagið hefur engu að síður í för með sér miklar breytingar til góðs fyrir félagið. Í fyrsta lagi fær félagið svæðinu varanlega úthlutað (en ekki til 5 ára) og í öðru lagi er um stækkun að ræða að vísu ekki upp að gamla veginum en endurolandið mun ná upp að fjallskilagirðingu og næstum því niður í horn að sunnan, sbr. meðfylgjandi teikningu.
Þetta kemur ekki til framkvæmda fyrr en skipulagið hefur verið samþykkt. Hér er vitanlega um mikið hagsmunamál fyrir KKA og félagið þakkar Akureyrarbæ fyrir afgreiðslu málsins.
Athugasemdir