KEA styrkir afreksmann í motocrossi

Í fyrra styrkti KEA KKA og gerir ekki endasleppt í ár því hugsað var til okkar ungu keppnismanna.   Á dögunum afhenti KEA styrki til ungra afreksmanna og þar var Einar Sigurðsson með á lista fyrir frábæran árangur í motocrossi en eins og kunnugt er sigraði Einar og sigraði í allt sumar,  og endaði með því að sigra allt og alla í motocrossi flokki 85cc.   Vann allar keppnir og fékk fullt hús stiga, sem er ótrúlegur árangur.   Ekki nóg með það heldur var Einar í 3. sæti til íslandsmeistara í enduro.    Ótrúlega góður árangur.   Til hamingju Einar.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548