Flýtilyklar
Kindur á heiðinni
07.07.2008
Ég bið alla sem um heiðina fara að aka varlega vegna búfjár á heiðinni. Hvort sem er um heiðina sjálfa
eða veginn upp heiðina. Reynið að þyrla sem minnstu ryki og valda sem minnstum hávaða. Komum sem minnstri
hreyfingu á búfénaðinn. Stjórn KKA fór til fundar við bændur á Svalbarðsströndinni í fyrra og
ræddi þessi mál og við skulum standa við hvert orð um að fara varlega um þetta svæði og alveg sérstaklega nú þegar
búfé er að gera sig heimakomið á heiðinni.
Athugasemdir