Flýtilyklar
KKA stjórnarfundur 27. apríl 2015
Fundargerð:
Stjórnarfundur KKA 27. apríl 2015.
Neðangreindir 11 menn voru mættir til fundarins:
Baldvin, Þorsteinn, Gummi H, Jói, Fjalar, Kiddi, Siggi B., Árni G., Bjarki, Siddi, og Gunnar Valur.
Gámur á barnasvæði ósk um að fá að laga hann áætlaður kostnaður um 100.000 samþykkt. Árni Grant sér um þetta verkefni. Búið er að tala við Sjóvá og tjónaskoðunarmaður átti að vera kominn á staðinn en hann hefur ekki sést enn en talað var við hann í dag og ætlar hann að gera eitthvað í þessu. ÞHJ. upplýsti að gerðar hafi verið kröfur í tryggingar, það kemur fljótlega í ljós hvað út úr því kemur.
Unglingalandsmót.
Fjalar spyr um styrki og keppnifyrirkomulag það er allt í ferli en ekkert er vitað um stöðu mála. ÞH mun senda Ingibjörgu Ísaksen og Ellerti fyrirspurn um hver staðan sé.
Um fund er Gummi og Gunni fóru á hjá Norðurorku og er áætlaður kostnaður við vatnslögn 1380.000 sem er heimtaugagjald og vantar þá lögnina. Norðurorka ætlar að gera félaginu tilboð í hver kostnaðurinn er. Umræða varð um fyrirkomulag á þessu og allir voru sammála um að félagið hefði engin tök á því að stífla lækinn, byggja stíflu og reka dælustöð. Það er einfaldlega allt of mikið mál að halda slíku gangandi. Eina lausnin á þessum vatnsvanda er að kaupa inn á svæðið vatn og greiða fyrir notkun en Norðurorka heldur því gangandi.
Jarðýtan. Búið að smyrja hana og þarf að koma henni upp eftir Bjarki og Baldvin sjá um það.
Fjalar talar um að ýta á eftir bænum að hefla veginn inn á svæðið og sér Fjalar um það.
Traktor er um það bil að fara inn á verkstæði og lærið er komið Árni og jói eru með það mál.
Félagsheimilið. Skoða loftið það lekur og þörf er á að taka það í gegn. Eins verður mönnum tíðrætt um turn fyrir tímatöku og þann sem lýsir keppnum.
Fjalar vill og ætlar búa til nefnd til að halda afmælisenduro alvöru enduro verður keppnigjald sett á ca 10-15 þúsund og verður matur og skemmtun innifalið. Fjalar er í stuði. Fjalar er kosinn formaður þessara nefndar.
Önnur mál
ofsa gaman.
Fundi slitið
Athugasemdir