KKA bannar akstur fjórhjóla í MX brautinni

Stjórn KKA hefur samþykkt að banna akstur fjórhjóla í MX braut félagsins. Bannið tekur þegar gildi. MX brautin hefur verið fyrir motorhjól og vélsleða þannig að akstur fjórhjóla hefur ekki verið leyfður. Stjórninni þótti ástæða til að taka mál þetta fyrir og taka af allan vafa um það að brautin er ekki ætlaður öðrum ökutækjum en tvíhjóla vélhjólum, þannig að akstur fjórhjóla, þríhjóla eða bíla er sem fyrr bannaður í brautinni.

Ástæður bannsins eru ýmsar nefna má:
1. fjórhjólin eyðilggja línur í beygjum og annars staðar.
2. hættulegt er vélhjólum að aka með fjórhjólum, hreyfingar fjórhjóls eru öðruvísi í beygjum, stökkum og á beinum köflum.
3. Ef fjórhjól rekst utan í vélhjól fer vélhjólið ásamt kallinum út um græna grundu eða meli ef grundunum er ekki að skipta. Ástæður eru augljósar því mikill munur er á þyngd og byggingu fjórhjóls og tvíhjóla vélhjóls.
4. Brautin hefur aldrei verið ætluð öðrum en motorhjólum og vélsleðum
5. vélsleðar og vélhjól aka ekki saman vegna slysahættu, sömu viðhorf eru uppi með fjórhjól og vélhjól.

stjórn KKA.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548