Flýtilyklar
KKA Enduro hittingur fimmtudagskveldið 14 júlí.
Nú er komið að hápunkti sumarsins 2011, KKA enduro skemmtun fyrir alla KKA menn og konur og börn.
Mæting á svæðið fyrir kl: 19:30 og hefst þá skráning og skoðun.
Kl 20:15 verður ræst í glænýja endurobraut sem hinn hrikalegi Fjalar Fjallaböllur hefur lagt,
Allir klúbbmeðlimir velkomnir og kostar ekkert að vera með fyrir þá en ef það eru aðrir sem vilja vera með þá geta þeir skráð sig í klúbbinn á staðnum og greitt 5000 kr í félagsgjald og allt klárt.
Ég vill taka það skýrt fram að þetta er fyrir alla og enginn þarf að vera feiminn við að mæta og vera með því þetta er til gamans gert og til kynningar á þessu frábæra endurosvæði sem við höfum til afnota.
Eftir aksturinn verða svo grillaðar pylsur fyrir alla og drykkir í boði.
Mætið hress á Fjallabúgý eins og hann vill kalla þetta hann Fjalli.
f.h KKA Stebbigull
Athugasemdir