KKA kynnir með stolti Íþróttamann ársins 2013 hjá KKA

KKA kynnir með stolti Íþróttamann ársins 2013 hjá KKA
Einar Sigurðsson íþr.m.ársins 2013

 

Einar Sigurðsson #671 var kosinn íþróttamaður ársins hjá KKA Akstursíþróttafélagi.    Einar er ekki nema 17 ára en hefur þegar náð ótrúlega góðum árangri í sinni íþrótt.  

Árið 2013 keppti Einar í 5 umferðum eða íslandsmeistaramótum í Motocrossi  á vegum MSÍ.   Hann varð í 2. sæti á fjórum mótum og í 3. sæti á einu þeirra.    Hann náði þeim frábæra árangri að enda í 2. sæti til íslandsmeistara.    Þetta er mjög frækinn árangur hjá Einari.

Einar tók þátt í 6 tíma þolaksturkeppninni á Klaustri og keppti í einstaklingskeppni og varð í öðru sæti sem er mikið afrek.

Einnig keppti Einar í Enduro/þolakstri á Akureyri og sigraði í sínum flokki.

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548