Flýtilyklar
KTM með gjörbylta endúrólínu fyrir 2008
28.04.2007
Jæja þá fara 2008 hjólin að líta dagsins ljós og stóru fréttirnar hjá KTM er gjörbylt lína af EXC hjólum.
Um er að ræða nýtt stell, ný plöst & tank, nýjan afturgaffal, mikið uppfærða tvígengimótora og glænýja fjórgengismótora. Nýju 450 og 530 fjórgengimótorarnir koma nú með tvískiptri olíuáfyllingu annarsvegar fyrir gír og hinsvegar fyrir vél. Óstaðfestar fregnir herma að tekist hafi að létta hjólin um allt að 10 kg frá fyrri gerð. Vélarnar eru eins knastáss ólíkt SXF línunni og virðast slagstyttri en eldri EXC vélarnar, ef það er raunin ættu stóru hjólin að vera enn þýðari í akstri, myndirnar fyrir neðan tala sýnu máli:
Athugasemdir