Flýtilyklar
Landsliðsvalið
Val valnefndar á landsliðinu er á rökum byggt, engin óheilindi eða annarleg sjónarmið eru þar að baki. Stjórn KKA telur hins vegar með vísan í reglur um valið að ekki megi byggja á öðru en árangri í Íslandsmótaröðinni þegar landsliðið er valið en ekki rökum sem valnefndin byggði á. Aðilar skilja og túlka reglurnar með mismunandi hætti. Málefnið er ekki flóknara eða víðtækara en það.
KKA kaus að birta yfirlýsingu sína opinberlega vegna þess að þetta á erindi til allra félagsmanna. Opin umræða og
skoðanaskipti eru af hinu góða en menn verða að vanda sig við hana. Stjórn KKA fannst valið gagnrýnivert en var ekki með
því að vega að einum eða neinum persónulega. Mennirnir sem tengjast þessu eru allir sómamenn og vitanlega ekkert við
þá að athuga. Það er augljóst að Viktor er einn af okkar bestu ökumönnum og er góður landsliðsmaður.
Liðsstjórinn er vel menntaður þjálfari, með mikla reynslu, góðan árangur, framtakssamur og duglegur.
Valnefndarmennirnir eru valinkunnir menn, sem hafa árum saman fórnað tíma sínum og efnum fyrir íþróttina. Hins vegar geta allir
gert mistök, nema auðvitað Guð og sá sem aldrei gerir neitt. Það rýrir ekki mannkosti manna eða gildi þó það
hendi þá að gera mistök eða túlka reglur öðruvísi en stjórn KKA telur að eigi að túlka þær.
Æskilegt er að umræðan sé málefnaleg.
KKA óskar vitanlega landsliðinu alls hins besta.
Athugasemdir