Leitin heldur áfram að lyklinum að Nítró-skápnum

Heilir og sælir félagar, fyrir nokkru síðan vorum við staddir margir KKA félagar niðri í Nítró þar var verið að afhjúpa eitt svaðalegasta endúróhjól sem sett hefur verið saman. Við það tækifæri gaf Nítró KKA einn geysihaglegan verkfæraskáp, kistu á hjólum sem er full af verkfærum. Menn muna það grannt að einhver í miklu glensi og gríni tók lykilinn í sínar vörslur þar sem að sjálfsögðu öðrum var ekki trúandi fyrir lyklinum. Af einhverjum ástæðum man enginn hver þessi grínari var og ekki hann sjálfur heldur. Þannig að spurt er: ERT ÞÚ GRÍNARINN MIKLI (the great pretender). Til þess að finna út úr þessu þá vertu svo góður að leita í öllum þínum vösum, skoða samkvæmisjakkann sem þú varst í og gera dauðaleit að lyklinum jafnvel þó þú vitir það fullvel að þú ert örugglega ekki grínarinn. Ef þú varst á staðnum þá leitaðu að lyklinum. Gáðu að því að gleymni grínarinn gæti hafa sett lykilinn í vasann þinn án þess að þú vitir, bara til að rugla þig í ríminu. Sem sé enginn lykill enginn verkfæri ergo biluð hjól. Hefjið nú leitina miklu og látið mig vita th@ALhf.is

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548