Ljósahátíð KKA 8. febr. kl. 20.00

Ljósahátíð KKA 8.  febrúar 2008 kl. 20:00 á KKA svæðinu í Glerárhólum (fyrst afleggjari til vinstri ofan við Glerá á leiðinni upp í Skíðahótel).    Það er stjórn félagsins mikil ánægja að segja frá því að framkvæmdum er lokið við uppsetningu lýsingar á KKA svæðinu. Við bjóðum öllum sem áhuga hafa að koma upp á KKA svæðið til okkar og fagna með okkur á föstudagskvöldið.      Ljósin verða tendruð kl. 20:05.    Þá um kvöldið verða keppnisliðin í snócrossi kynnt og keppendur á Íslandsmótinu, sem haldið verður á upplýstu svæði KKA kvöldið eftir eða þann 9. febrúar 2008.       

Keppnisliðin munu svo láta sín eigin ljós skína skært í brautinni eitthvað frameftir kveldi.    Kynnir kvöldsins verður enginn annar en aðalkynnir félagsins Stefán Þór Jónsson,  sem einnig mun sjá um lagaval,   þ.e. skiptir á milli Guttavísna og Sjómannavalsins.      Sjáumst á KKA svæðinu.

 

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548