Flýtilyklar
Lof til Ferðanefndar KKA
18.01.2009
Villi Þorri formaður Ferðanefndar KKA fær lofið að þessu sinni. Hann hefur sýnt ótrúlegan dugnað í vetur við
skipulagningu ferða, hefur hann þar stuðning og hjálp frá hinum hugdjarfa syni fjallanna Gunnari Hákonarsyni. Vonandi halda þeir
áfram að skipuleggja ferðir sínar léttar og þungar. Ferðirnar hafa verið vel sóttar en vita mega þeir að enn fleiri hugsa til
þeirra en hafa ekki náð að herða upp hugann eða fundið kjark til að koma með, en það kemur.
Athugasemdir