Lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro á Akureyri laugardaginn 5. September

Lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro á Akureyri laugardaginn 5. September
Lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro á Akureyri laugardaginn 5. September
Nú nálgast óðum lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro, en þær fara fram á aksturssvæði KKA laugardaginn 5. september. Þetta er jafnframt önnur Enduro keppnin sem félagið stendur fyrir á þessu ári. Stjórn KKA þakkar það traust sem félaginu er sýnt með því að standa fyrir 2/3 af þeim Enduro keppnum sem fram fara til Íslandsmeistara á árinu. Áhugi á þolakstri er mikill á Akureyri og metnaðurinn til að halda góða keppni ekki minni, verður þetta mót eflaust minnistætt mörgum þar sem landsvæði félagsins hentar einstaklega vel fyrir keppni af þessu tagi. Brautarlagningu er svo gott sem lokið en mikil vinna er eftir við merkingar.

Í stuttu máli er lagningu brautar þannig háttað að Baldurs deild, konur og 85cc flokkur aka hring sem ætti að vera tiltölulega auðveldur skemmti akstur. Öðru gildir um A flokk og tvímenning, þar verður allt að 40% leiðarinnar lögð í nýju landi - frekar tæknilegur hringur sem reynir á útsjónarsemi keppenda.

Við ráðleggjum öllum keppendum að ganga brautina fyrir keppnisdag og kynna sér leiðir.

Sjáumst hress á Akureyri helgina 5-6 .sept - með góða skapið og jákvæða hugarfarið í farteskinu.

Mótanefnd KKA

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548