Flýtilyklar
Mikill uppgangur hjá púkunum
Miklu fleiri púkar þ.e. ca. 6 ára plús mínus einhver ár, eru að æfa hjá KKA. KKA á fallega púkabraut sem duglegir foreldrar hafa verið að laga. Mikið verk var unnið, mikilli mold var ekið í brautina og hún löguð með tækjum og tólum, svita og gleðitárum. Púkarnir eru glaðir. Verst að húsið okkar er enn í lamasessi eftir að það fauk í fyrra. Spurning hvort við flytjum kannski ekki bara húsið sem við eigum og stendur norðan við félagsheimilið. Það var gerbylting fyrir foreldra að hafa afdrep á æfingum í húsinu okkar góða, af því er gríðarlega mikill missir. Veðrið hefur sem betur fer leikið við okkur svo ekki hefur væst um foreldra enn enda hafa þeir svo sem verið heitt af erfiðsvinnunni sem þeir hafa verið að leggja í púkabrautina sem er stórkostleg.
Athugasemdir