Minnum á púka enduroferð í dag

Hin árlega púka enduroferð að Draflastöðum verður farin í dag, mæting verður á Leirunesti kl:18:00

Það er æskilegt að börnin komi í fylgd með fullorðnum eða semja við fararstjóra um annað ef foreldrar sjá sér ekki fært að mæta, ekið verður á frábærum slóðum í Skuggabjargarskógi og það verður enginn svikinn af því.

Það kostar ekkert að koma með og það verður grill og eitthvað grín eftir túrinn, það er fínt að koma með bakpoka og hafa með sér eitthvað að drekka í túrnum og kanski eina samloku með osti eða öðru áleggi að eigin vali :)

Það verða þaulreyndir fararstjórar með í ferðinni og við höfum ekki tapað einu barni ennþá þannig að foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur.

Endilega hringið í Stebba :6625252 eða Gunna H :8982099 og tilkynnið um þáttöku ,

allir eru velkomnir.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548