Motocrossnámskeið

Orðsending frá Gulla:  

Gulli #111 og  James Robo Robinson sem er Malasíu meistari í Motocross ætla að vera með Motocross námskeið næstu helgi. Æfingarnar verða 23 & 24 Ágúst (næstu helgi).
Stór hjól 125cc-525cc verða frá 10:00-13:00 (20 manns)
Lítil hjól 85cc-150cc   verða frá 14:00-16:00 (20 manns)Farið verður í gegn um grundvallararatriðin í motocrossi eins og mismunandi beygjur, stöðuna á hjólinu, stökk o.s.frv.

James Robo Robinson er Motocross þjálfari í Nýja Sjálandi og Malasíu, James er með Motocross þjálfara réttindi frá sambandinu í Nýja Sjálandi þannig að fólk ætti að geta lært einhvað af þessum.
James keyrir fyrir Team KTM Red Bull í Malasíu.Æfingarnar verða annaðhvort í Bolöldu eða Álfsnesi fer eftir veðrinu. Það komast 20 á námskeiðið (strákar & stelpur). Verðið fyrir námskeiðið er 9.000- pr. einstakling en brautargjaldið er ekki innifalið í því. Nánari upplýsingar og skráning er á gk@ktm.is Það sem þarf að koma fram við skráningu er:

Fullt nafn:
Sími:
Hjólategund:


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548