MSÍ reglur

Uppfærðar Motocross reglur fyrir keppnistímabilið 2008Uppfærðar Motocross reglur fyrir keppnistímabilið 2008 hafa verið birtar á www.msisport.is. Eftir að reglurnar voru birtar 20.05.2008 kom í ljós villa varðandi MX 2 flokk varðandi vélastærð, þetta hefur verið lagfært og skal tekið fram að hámarks stærð vélar í MX 2 flokk er 150cc 2T og 250cc 4T, sömu reglur gilda um hámarksstærð véla í Unglingaflokk. Einnig hefur verið leiðrétt tilvísun í reglugerð Samgönguráðuneytis um reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni, sjá reglugerð 507/2007. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
 Enduro & Moto-Cross nefnd MSÍ


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548