MX BRAUT OPIN

Eftir látlausar ferðir vörubíla síðustu daga er brautinn loksins að verða komin í horfið. Nokkur þúsund rúmmetrar af steinlausri svarðamold þekja nú mestan part brautarinnar. Brautinni hefur verið breytt lítilega, pallar stækkaðir og braut breikkuð. Á allnokkrum stöðum er allt að 50 cm þykk steinlaus mold og því fylgir mikill raki þannig að brautin er og verður nokkuð blaut næstu daga og er ekki endanlega klár. Mjög gott að keyra og spóla brautina upp svo hún þorni betur. Allir velkomnir að hjóla sem hafa passa(til sölu í veganesti) Það verður tekið hart á þessum hlutum næstu daga. Engin passi þýðir engin akstur punktur. Svo svona í restina fyrir flatlendinga, það er von á öðrum eins skammti af mold mjög fljótlega og verður það m.a notað í lengingu brautarinnar og til að græða upp svæðið í kring.  

kveðja svæðisnefnd


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548