MX braut fær andlitslyftingu.

MX braut hefur verið breytt lítillega og verða fleyri breytingar næstu daga og bið ég því ökumenn að taka því rólega fyrsta hringinn til að kynna sér breytingarnar. Stóri nýji pallurinn hefur verið styttur, rithma pallar við endan á langa beina kaflanum til baka eftir startið og litlir rithma pallar eftir gamla stóra pallinn á leiðinni niður í horn. Breytingar verða gerðar hér og þar næstu daga til lífga aðeins upp á brautina og gott væri ef menn kæmu með tillögur eða óskir um breytingar, það er aldrei að vita nema það verði skoðað.

 Gulli

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548